l Heim l Um ÍMS l Starfsmenn l GEMS l Tengt efni l Samband l
Sameiginleg gildi Hnattrćnn skilningur Allt er gert framúrskarandi vel Ţjónusta viđ mannkyniđ
 
 
 
           
bullet

Íslensku menntasamtökin ses voru stofnuđ á grundvelli starfs sem Böđvar Jónsson, lyfjafrćđingur á Akureyri, hóf áriđ 1997. Böđvar var ósáttur viđ uppfrćđslu barnabarna sinna og fékk brennandi áhuga á skólamálum. Hann frétti af starfi menntasamtakanna "The Council for Global Education" í Bandaríkjunum og bauđ einum stofnanda ţeirra, dr. Sunita Gandhi, til Íslands í apríl 1997. Ađ frumkvćđi hans buđu ýmsar stofnanir Dr. Gandhi ađ halda fyrirlestra, ţar á međal Heimili og skóli og Kennaraháskólinn í Reykjavík. Allmargir hafa síđan fengiđ áhuga á hugmyndafrćđi "The Council for Global Education" og hún hefur veriđ tekin upp í starfi ţriggja skóla, Hrafnagilsskóla, Smáraskóla og Grunnskóla Önundarfjarđar. Grein er gerđ fyrir starfsemi ţessara skóla hér á vefsíđnunum. Ađ auki hafa ţjálfunarnámskeiđ kennara og almennir fundir vakiđ athygli almennings og fjölmiđla.

Samţykkt var í samráđi viđ stjórn The Council for Global Education ađ starfiđ á Íslandi yrđi gert formlegt undir nafni Íslensku menntasamtakanna og ţau fengju fulla ađild ađ "The Council for Global Education" í Bandaríkjunum. Skriđur komust á ţetta ţegar ákveđiđ var ađ gera tilbođ í skólann í Áslandi í Hafnarfirđi og formleg viđurkenning stjórnvalda á ÍMS sem sjálfseignarstofnun, sem rekin er án hagnađarsjónarmiđa, var talin henta stefnumiđum samtakanna betur. Máliđ var kynnt ţeim sem höfđu komiđ ađ ţessu starfi á undanförnum árum og ţeir einstaklingar sem taldir eru upp hér ađ neđan samţykktu ađ taka sćti í ráđgjafanefnd samtakanna. Samtökin munu beita sér fyrir ýmiskonar verkefnum til stuđnings menntastefnu "The Council for Global Education" og ţau fela í sér ađstođ af ýmsu tagi viđ alla skóla sem hafa áhuga á ţessari skólastefnu, m.a. ţjálfun kennara og hvatningarverđlaunum. Skólaverkefniđ í Hafnarfirđi verđur eitt ţessara verkefna.

Ráđgjafar:

 • Andri Ísaksson, fyrrv. prófessor viđ Háskóla Íslands
 • Herdís Egilsdóttir, kennari
 • Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrv. frćđslustjóri í Reykjavík
   
 • Jón Baldvin Hannesson, skólaráđgjafi
 • Rúnar Sigţórsson, skólaráđgjafi og lektor viđ Háskólann á Akureyri
 • Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla
 • Anna Guđmundsdóttir, ađstođarskólastjóri Hrafnagilsskóla
 • Halldóra Björnsdóttir, ráđgjafi og útgefandi
 • Kristján Kristjánsson, prófessor viđ Háskólann á Akureyri
 • Valgerđur Snćland Jónsdóttir, M. Phil.
 • Sigurđur Björnsson, lektor viđ Kennaraháskóla Íslands
 • Guđrún Pétursdóttir, forstöđumađur Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands
 • Jónína Bjartmarz, alţingismađur og formađur samtakanna Heimili og skóli

 

l Heim l Um ÍMS l Starfsmenn l GEMS l Tengt efni l Samband l                                      

Íslensku menntasamtökin ses

Garđatorg 7, 2 hćđ, 210 Garđarbćr
Sími: 544 2120 Fax: 544 2119 Netfang:
ims@ims.is

Copyright 2004 Íslensku menntasamtökin ses, All Rights Reserved